Xenia Smits (Franks Cilius / Ritzau Scanpix via AFP)
Þýska landsliðskonan Xenia Smits hefur ákveðið að ganga til liðs við franska liðið Metz á nýjan leik en hún lék með liðinu á árunum 2015-2020. Hún var samningsbundinn þýska liðinu HB Ludwigsburg en það lið lýsti sig gjaldþrota á dögunum og sagði upp samningum við alla leikmenn félagsins. Xenia Smith gerir eins árs samning við franska liðið. "Eg er mjög ánægð með það að vera komin til baka í Metz. Ég á margar góðar minningar hjá þessu félagi og í keppnishöllinni. Þetta er það besta sem gat komið upp í þessari erfiðu stöðu og þess vegna þurfti ég ekki að hugsa mig um þegar að þetta tækifæri bauðst", sagði Xenia Smith á heimasíðu franska liðsins. Hún er hins vegar ekki eini leikmaður þýska liðsins sem hefur fundið sér nýtt lið því að Jenny Behrend ákvað að snúa aftur til VfL Oldenburg en hún lék með þeim á árunum 2014-2021.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.