Eva Björk Davíðsdóttir (Sævar Jónsson
Lang næstarkahæsti leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild kvenna á síðustu leiktíð, Eva Björk Davíðsdóttir gekkst undir aðgerð fyrr í sumar. Þetta staðfesti hún í samtali við Handkastið. Eva Björk sem skoraði 96 mörk í Olís-deildinni á síðustu leiktíð er Stjarnan endaði í 7. sæti deildarinnar og vann að lokum Aftureldingu í umspilinu um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu gekkst undir aðgerð vegna brjóskskemmda á hné um miðjan júní. ,,Aðgerðin gekk vel en það þurfti að gera aðeins meira en búist hafði verið við út frá myndunum sem þýðir aðeins lengri tími í endurhæfingu," sagði Eva Björk í samtali við Handkastið. ,,Ég er hægt og rólega að byggja mig upp núna og styrkja hnéð. Ég er ekki farin að vera með í handbolta á æfingum en er að vonast til að geta verið með í fyrsta leik í deildinni," sagði Eva. Stjarnan mætir nýliðum KA/Þórs í 1.umferð Olís-deildarinnar fyrir norðan laugardaginn 6. september.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.