Ætlaði sér ekki að enda ferilinn svona – SOS fundur í Týsheimilinu
(Sævar Jónsson)

Kári Kristján Kristjánsson ((Sævar Jónsson)

Handkastið hefur hafið enn eitt tímabilið og það er óhætt að segja að það byrji á sprengju. Kári Kristján Kristjánsson mætti í stúdíóið hjá Handkastinu og fór yfir alla tímalínuna í samningaviðræðum við ÍBV sem silgdu í strand í síðustu viku. Kári Kristján vandar sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar.

Kári var spurður að því hvort að ferilinn hjá honum sé lokið miðað við stöðuna í dag en Kára var tilkynnt í síðustu viku af framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV að hann fengi ekki samning eins og hann gerði ráð fyrir fyrr í sumar þegar málsaðilar höfðu náð munnlegu samkomulagi.

,,Að öllum líkindum. Ég veit það ekki, það eru meiri líkur en minni. Mér hefur alltaf fundið hallærislegt að taka fram skóna aftur og aftur og aftur. Eins og þetta lítur út núna þá virðist ferillinn vera búinn. Ég ætlaði ekki að labba útaf í leik gegn Fjölni og fara svo í sjúkraflug og svo er bara ferilinn búinn. Það var ekki planið."

Velt var upp alskonar sviðsmyndum yfir því hver ástæðan sé fyrir því að Kári fékk ekki samning hjá uppeldisfélaginu.

,,Ég þreytist ekki að segja það, ef þetta var persónulegt eins og þið hafið sagt hér að mögulega ástæða sé, þá skaltu bara segja það strax. Og þetta er ekki gild afsökun. Afsökunin að þetta sé útaf hinu eða þessu er ekki tekin gild, útaf því að það hefði verið hægt að segja það strax.”

En var verið að frysta Kára í sumar og koma í vegfyrir að hann gæti samið við önnur félög? Þvi eins og kemur fram í viðtalinu heyrði Kári ekkert frá félaginu í fleiri fleiri vikur.

,,Það lítur ekki þannig út, það er bara þannig. Það er bara verið að gera það."

,,Þess vegna skora ég á ykkur að heyra í öllum hlutaðeigendum. Það verður alveg gríðarlega áhugavert að sjá hvað kemur útúr því. Af því núna verður einhver SOS fundur og allir ætla að hittast niðrí Týsheimili og ræða það að nú sé einhver blaðra sprungin, Kári Kristján var að segja þetta, í hvað eigum við að hnoða núna til að koma okkur útúr þessu?"

,,Líkurnar á því að þau séu að fara segja að verkfarlarnir hjá sér séu ekki nægilega góðir og að þeim finnst þetta mjög leiðinlegt…” 

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top