Erlendar fréttir: Krickau sagður vera annar kostur Fuchse Berlín
(Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

GOG Handbold ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 14.ágúst:

11:20: Krickau sagður vera annar kostur Fuchse Berlín

Samkvæmt handboltaspekingum sem Handkastið er í virku samtali við virðast Daninn, Krickau vera annar kostur sem þjálfari Fuchse Berlín. Eins og við höfum fjallað um áður þá ganga samningaviðræður Siewert og Fuchse Berlín illa. Vilja menn meina að Siewert sé með gott samningstilboð frá öðru félagi og vill að Berlínar-refirnir bjóði honum slíkan samning.

09:09: Frá Porto til Kuwait

Einn af betri línumönnum í heimi, Victor Iturriza hefur yfirgefið FC Porto og gengið í raðir Kuwait club. Portúgalski línumaðurinn hafi leikið með Porto tíu tímabil í röð.

09:00: Æfingaleikir framundan í dag

Fjölmargir æfingaleikir fara fram í dag hjá erlendum félögum. Meðal annars mætast Gummersbach og Kiel og Wisla Plock - Leipzig.

Stiven Tobar og félagar í Benfica mæta Granollers og Melsungen mætir Horneo Alicante.

09:00: Andri Már skoraði níu mörk

Andri Már Rúnarsson skoraði níu mörk fyrir Erlangen þegar liðið vann TV Grosswallstadt í æfingaleik, 37-28. Viggó Kristjánsson lék ekki með Erlangen en hann er að jafna sig af veikindum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top