Óskar Bjarni hefur áhuga á að aðstoða Arnar Péturs
(Baldur Þorgilsson)

Verður Óskar Bjarni næsti aðstoðarmaður Arnars Péturssonar? ((Baldur Þorgilsson)

Óskar Bjarni Óskarsson, fyrrum þjálfara karlaliðs Vals hefur verið orðaður við starf aðstoðarþjálfara kvennalandsliðs Íslands. Óskar Bjarni staðfesti í samtali við Handkastið að samtal hans við HSÍ væri virkt.

Framundan er HM hjá stelpunum okkar sem fer fram í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember.

,,Það er ekkert launungarmál að ég hefði áhuga á að taka við þessu starfi og vera Arnari Péturssyni til aðstoðar. Það er hinsvegar ýmislegt sem þarf að ganga upp af beggja hálfu og mér skilst að HSÍ sé að skoða það hjá sér hvort þetta gangi upp," sagði Óskar Bjarni í samtali við Handkastið.

Bæði Óskar Bjarni og Jón Halldórsson voru staddir í Svartfjallalandi á dögunum en dætur þeirra beggja, Laufey Helga Óskarsdóttir og Eva Jónsdóttir Steinsen eru leikmenn U17 ára landsliðs Íslands sem lék á EM þar í landi.

Óskar segir að þeir hafi sest niður við einn kaffibolla og rætt saman um möguleika þess að Óskar Bjarni tæki við sem aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Undanfarin ár hefur Óskar Bjarni verið í þjálfarateymi karla landsliðsins, hvort sem það hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari eða í þjálfarateyminu og hjálpað til við leikgreiningu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top