Leikdagar Vals og Selfoss staðfestir
(Baldur Þorgilsson)

Thea Imani ((Baldur Þorgilsson)

Nú liggja fyrir dagsetningar og leiktímar hjá bæði Val og Selfossi í Evrópukeppni liðanna. Selfoss tekur þar þátt í fyrsta sinn í Evrópukeppni félagsliða í kvennaflokki.

Valskonur hefja leik í Hollandi

Í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar mætir Valur hollenska liðinu JuRo Unirek VZV. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 27. september á heimavelli JuRo Unirek VZV, en síðari leikurinn verður í N1-höllinni að Hlíðarenda laugardaginn 5. október.
Sá sem hefur betur í einvíginu mætir þýska liðinu Blomberg-Lippe í næstu umferð.

Selfoss á móti grísku liði

Selfoss byrjar einnig á útileik, þegar liðið mætir AEK Aþenu í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar laugardaginn 27. september. Síðari leikurinn verður í Sethöllinni á Selfossi, laugardagskvöldið 5. október.
Sigurvegarinn fer áfram í þriðju umferð, þar sem m.a. Haukar taka þátt.

Stjarnan og FH í karlakeppnum

Fyrr í sumar var gefið út að Stjarnan mætir rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar karla. Fyrri leikurinn verður 30. ágúst í Rúmeníu og sá síðari laugardaginn 6. september í Hekluhöllinni.
Einnig var fyrr í sumar gefið út að leiktímar í viðureign FH og tyrkneska liðsins Nilüfer BSK í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla hafa enn ekki verið ákveðnir, en leikirnir fara fram um miðjan október, helgarnar 10-11 október og 18-19 október

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top