Ásthildur Bertha Bjarkadóttir ((ÍR handbolti)
Kvennalið ÍR vann átta marka sigur á FH í æfingaleik í síðustu viku, 35-27. Það vakti athygli Handkastsins að örvhenti hornamaður ÍR-liðsins, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir var ekki með ÍR-liðinu í leiknum. Handkastið hafði samband við Grétar Áka Andersen þjálfara ÍR liðsins í kjölfarið og leitaði svara. Það stóð ekki á svörum hjá Grétari sem er nýtekinn við liði ÍR eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð. ,,Ásthildur er að jafna sig eftir aðgerð sem hún fór í sumar. Það þurfti að skafa af beini á hælnum á henni. Það eru komnar átta vikur síðan hún fór í aðgerð og við erum að vonast til að hún verði klár í fyrsta leik," sagði Grétar í samtali við Handkastið sem er staddur á Tenerife í æfingaferð með liðinu. Ásthildur gekk í raðir ÍR frá Stjörnunni sumarið 2022 og er því á leið inn í sitt fjórða timabil með liði ÍR. Ásthildur skoraði 52 mörk í 27 leikjum með ÍR á síðustu leiktíð.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.