Jens Bragi Bergþórsson (IHF)
Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri endaði í 6.sætið á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi eftir tap gegn heimamönnum rétt í þessu. Íslenska liðið byrjaði mun betur og komst strax í 5-1 forystu og hélt henni út fyrri hálfleikinn en staðan í hálfleik var 17-12 okkur í vil. Búist var við smekkfullu húsi af heimamönnum en það varð ekki alveg raunin. Egyptar byrjuðu seinni hálfleikinn vel með framliggjandi vörn og markvörður þeirra komst í gang. Þeir voru búnir að minnka muninn 2 mörk eftir einungis 5 mínútur. Vandræði okkar héldu áfram í síðari hálfleik og eftir 15 mínútna leik voru Egyptar komnir yfir 26-25. Liðin skiptust á forystu en Egyptar voru sterkari undir restina og fóru að lokum með sigur, 33-31 og 6.sætið því raunin fyrir strákana. Markaskorarar Ísland: Markvarsla
Dagur Árni Heimisson 9 mörk, Ágúst Guðmundsson 6, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 3, Marel Baldvinsson 3, Stefán Magni Hjartarson 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Daníel Montoro 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1,
Jens Sigurðsson 8 varin (22%), Sigurjón Bragi Atlason 1 (25%)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.