Síðari hálfleikur varð okkur aftur að falli
IHF)

Jens Bragi Bergþórsson (IHF)

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri endaði í 6.sætið á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi eftir tap gegn heimamönnum rétt í þessu.

Íslenska liðið byrjaði mun betur og komst strax í 5-1 forystu og hélt henni út fyrri hálfleikinn en staðan í hálfleik var 17-12 okkur í vil. Búist var við smekkfullu húsi af heimamönnum en það varð ekki alveg raunin.

Egyptar byrjuðu seinni hálfleikinn vel með framliggjandi vörn og markvörður þeirra komst í gang. Þeir voru búnir að minnka muninn 2 mörk eftir einungis 5 mínútur.

Vandræði okkar héldu áfram í síðari hálfleik og eftir 15 mínútna leik voru Egyptar komnir yfir 26-25. Liðin skiptust á forystu en Egyptar voru sterkari undir restina og fóru að lokum með sigur, 33-31 og 6.sætið því raunin fyrir strákana.

Markaskorarar Ísland:
Dagur Árni Heimisson 9 mörk, Ágúst Guðmundsson 6, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 3, Marel Baldvinsson 3, Stefán Magni Hjartarson 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Daníel Montoro 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1,

Markvarsla
Jens Sigurðsson 8 varin (22%), Sigurjón Bragi Atlason 1 (25%)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top