Sú langmarkahæsta er farin – Hver verður markadrottningin í ár?
Kristinn Steinn Traustason)

Elín Klara Þorkelsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Lang markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna frá síðustu leiktíð hefur yfirgefið deildina og gengið í raðir Savehof í Svíþjóð. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 241 mark á síðustu leiktíð sem var 54 mörkum meira en næsti leikmaður.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var næst markahæst með 187 og þriðja markahæst var Birna Berg Haraldsdóttir með 148 mörk.

Handkastið hefur að gamni sínu tekið saman fimm leikmenn sem við teljum geta keppst um markadrottingstitilinn á næstu leiktíð.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir - Valur
Var önnur markahæst á síðustu leiktíð og það er erfitt að horfa framhjá henni sem líklegum kandídat að enda markahæst á komandi tímabili. Var í hlutverki hægra hornamanns á síðustu leiktíð en með tilkomu Auðar Esterar gæti spilmínútunum eitthvað fækkað en Þórey Anna ætti að ríghalda í vítaskotin.

Sandra Erlingsdóttir - ÍBV
Verður mikill hvalreki fyrir ungt lið ÍBV og þarf að taka mikla ábyrgð sóknarlega. Er frábær vítaskytta sem gæti haft áhrif. Frábær leikmaður maður á mann og gæti farið illa með marga varnarmenn deildarinnar. Spurningin er bara hversu mörg mörk ÍBV mun skora í leikjunum í vetur og hversu mörg prósenta það verður frá Söndru.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir - Haukar
Kemur í deildina hungruð eftir erfið ár í Svíþjóð. Frábær skytta sem á deginum sínum er ein besta skytta deildarinnar. Það eru 241 mark sem fer með Elínu Klöru og Jóhanna Margrét gæti hæglega fyllt vel upp í það gat. Hún gæti orðið óstöðvandi í vetur.

Alfa Brá Hagalín - Fram
Alfa var í stóru hlutverki í sóknarleik Fram í fyrra og skoraði 133 mörk. Hennar hlutverk verður enn meira í vetur en liðið hefur misst marga lykilmenn. Alfa Brá mun leiða sóknarleik Fram liðsins. Hún var með 47% skotnýtingu á síðustu leiktíð, ef hún bætir skotnýtinguna þá verður hún líkleg til að enda með markahæst.

Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV
Endaði sem þriðja markahæst í deildinni á síðustu leiktíð. Hún skoraði reyndar helling úr vítum og það gæti haft áhrif á markaskorun hennar í vetur ef Sandra Erlingsdóttir verður á vítalínunni. Birna er reyndar frábær vítaskytta með í kringum 75% vítanýtingu í fyrra.

Sara Dögg Hjaltadóttir - ÍR
Potturinn og pannan í sóknarleik ÍR og fjórða markahæst í fyrra. Hún gæti hæglega blandað sér í baráttuna um markadrottningstitilinn í ár.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top