45 ára Katrine Lunde í nýtt starf – Gæti mætt á HM án félags
Attila KISBENEDEK / AFP)

Katrine Lunde (Attila KISBENEDEK / AFP)

Norska markvarðargoðsögnin Katrine Lunde er komin í nýtt hlutverk sem markvarðarþjálfari en það er þó enn óvíst hvort hún muni sjálf stíga inná handboltavöllinn.

Eftir að samningi hennar við danska liðið Odense lauk í vor er framtíð landsliðs markvarðarins óljós. Hún hefur þó tryggt sér nýtt hlutverk hjá Randesund í Kristiansand, þar sem hún verður markvarðaþjálfari. Þar sem hún mun starfa við hlið tvíburasystur sinnar, Kristine Lunde-Borgesen, sem er aðstoðarþjálfari liðsins.

,,Við erum ánægð með að Katrine vilji leggja sitt af mörkum. Hún er ótrúlega góð með unga leikmenn," segir Morten Løvø, formaður Randesund.

En á meðan Lunde tekur sér starf utan vallar er framtíð hennar innan vallar með öllu óljós og stór spurning hvort að hún verði með norska landsliðinu þegar að heimsmeistaramótið hefst í desember. Tvö af stærstu liðum Noregs, Storhamar og Sola, hafa nú þegar útilokað að hún verði í þeirra röðum. En landsliðþjálfarinn Ole Gustav Gjekstad vill þó halda dyrunum opnum fyrir því að Lunde muni spila með landsliðinu á HM.

,,Það er fræðilega mögulegt svo lengi sem hún heldur sér í góðri æfingu," segir hann við VG sporten.

,,Hún þarf ekki endilega að spila tvo leiki í viku, en hún verður að ná að æfa vel."

Þannig gæti þessi 45 ára goðsögn, sem hefur spilað á hæsta stigi í tæp 30 ár, mætt á HM án þess að vera skráð hjá nokkru félagsliði.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top