Selfoss að kaupa unglingalandsliðskonu
Fjölnir handbolti)

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir (Fjölnir handbolti)

Kvennalið Selfoss í Olís-deild kvenna er að kaupa unglingalandsliðs leikmanninn, Emelíu Ósk Aðalsteinsdóttur frá Fjölni. Þetta herma öruggar heimildir Handkastsins.

Emelía Ósk sem er fædd árið 2007 og er uppalin í Grafarvoginum er línumaður og sterkur varnarmaður sem var hluti af 2006 landsliðinu sem tók þátt á EM í Svartfjallalandi í sumar.

Emelía lék alla 18 leiki Fjölnis í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 38 mörk en Fjölnir endaði í næst neðsta sæti deildarinnar.

Emelía á að fylla það skarð sem Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skilur eftir sig en hún gekk í raðir Aftureldingar fyrr í sumar og hafði Selfoss ekki fyllt hennar skarð. Þá gengur Perla Ruth Albertsdóttir leikmaður Selfoss með barn en hún er línumaður að upplagi.

Emelía Ósk gæti leikið sinn fyrsta leik með Selfossi í kvöld í Ragnarsmótinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top