Camilla Herrem (Joe Klamar / AFP)
Norska handknattleikskonana Camilla Herrem er búin að reima á sig handboltaskóna á nýjan leik eftir að hafa þurft að ganga í gegnum erfiða lyfjameðferð við krabbameini sem hún greindist með fyrr á þessu ári. Hún hefur gengið í gegnum miklar áskoranir að undanförnu, fjölskyldulíf, hárlos og krabbameinsmeðferð en hún hefur þó náð að sameina þetta allt með handboltanum. Hún viðurkennir þó að endurkoman hafi komið henni sjálfri á óvart. ,,Ég hefði aldrei trúað að ég yrði að tala um að vera tilbúin fyrir upphaf tímabilsins. Fyrir tveimur mánuðum síðan var það ekki einu sinni í mínum villtustu draumum." Þegar að hún steig aftur inná völlinn var það með mikilli einbeitingu og djúpri virðingu fyrir eigin líkama. ,,Hvert skref, hver hreyfing er lítill sigur," segir hún. Ferlið hefur verið fullt af "fyrstu skiptum", fyrsti leikurinn á hárs, fyrsta æfingin eftir meðferð, en hún segist hafa fundið styrk í endurhæfingarferlinu. ,,Ég þarf bara að taka einn dag í einu og það hentar mér mjög vel að hugsa þannig þessa daganna." Hana hlakkar mikið til þess að tímabilið hefjist þann 31.ágúst þar sem hún verður í vinstra horni hjá norska liðinu Sola en hún er ákveðin í því að sýna að með ástríðu og viljastyrk er hægt að yfirstíga stærstu hindranir lífsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.