Selfoss tilkynnir komu Emelíu Óskar – Fram hafði áhuga
Selfoss handbolti)

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir (Selfoss handbolti)

Eins og við í Handkastinu greindum frá í gær þá hefur Selfoss keypt Emelíu Ósk Aðalsteinsdóttur frá Fjölni. Selfoss staðfestir þetta í fréttatilkynningu nú í morgun en Emelía lék sinn fyrsta leik með Selfossi í gærkvöldi á Ragnarsmótinu er liðið vann Aftureldingu.

Gerir Emelía tveggja ára samning við Selfoss en hvergi kemur þó fram í fréttatilkynningunni að hún hafi verið keypt.

Emelía Ósk er 17 ára línumaður sem kemur frá Fjölni þar sem hún er uppalin. Emelía Ósk lék meðal annars með U-19 ára landsliði Íslands á EM í sumar í Svartfjallalandi.

,,Við bindum miklar vonir við Emelíu Ósk og það verður spennandi að sjá hana með meistaraflokki kvenna í vetur. Um leið og Handknattleiksdeild Selfoss býður Emelíu velkomna á Selfoss þá viljum við færa Fjölni þakkir fyrir þeirra þátt í félagaskiptunum." segir í fréttatilkynningunni.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins reyndi Fram einnig að fá Emelíu til sín. Fram var hinsvegar ekki tilbúið að greiða þá upphæð sem Fjölnir vildi fá fyrir Emelíu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top