Stjarnan 1140 (Sævar Jónsson
Hrannar Guðmundsson staðfesti í samtali við Handkastið í gærkvöldi að óvíst er með þáttöku Gauta Gunnarssonar í fyrri Evrópuleiknum gegn Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram ytra laugardaginn eftir viku. „Þetta lítur ekki vel út með Gauta, það var rifið aftan í hendina á honum undir lok leiksins gegn Fram og við verðum að taka stöðuna á honum á næstu dögum" sagði Hrannar en Gauti meiddist undir lok leiks er Dánjal Ragnarsson braut harkalega á Gauta sem fékk vítakast í kjölfarið og Dánjal fékk tveggja mínútna brottvísun. Stjarnan heldur til Rúmeníu á þriðjudagskvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Gauti verður búinn að jafna sig fyrir þann tíma. Starri Friðriksson var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í sigri liðsins á Fram í Meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi. Starri er annar af örvhentum hornamönnum Stjörnuliðsins ásamt Gauta.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.