Missir Gauti Gunnars af Evrópuleiknum?
Sævar Jónasson)

Stjarnan 1140 (Sævar Jónsson

Hrannar Guðmundsson staðfesti í samtali við Handkastið í gærkvöldi að óvíst er með þáttöku Gauta Gunnarssonar í fyrri Evrópuleiknum gegn Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram ytra laugardaginn eftir viku.

„Þetta lítur ekki vel út með Gauta, það var rifið aftan í hendina á honum undir lok leiksins gegn Fram og við verðum að taka stöðuna á honum á næstu dögum" sagði Hrannar en Gauti meiddist undir lok leiks er Dánjal Ragnarsson braut harkalega á Gauta sem fékk vítakast í kjölfarið og Dánjal fékk tveggja mínútna brottvísun.

Stjarnan heldur til Rúmeníu á þriðjudagskvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Gauti verður búinn að jafna sig fyrir þann tíma.

Starri Friðriksson var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í sigri liðsins á Fram í Meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi. Starri er annar af örvhentum hornamönnum Stjörnuliðsins ásamt Gauta.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top