Afturelding missir leikmann í barneignir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Áróra Eir Pálsdóttir ((Afturelding)

Línumaðurinn, Áróra Eir Pálsdóttir sem gekk í raðir Aftureldingu fyrir síðustu leiktíð og lék með liðinu í Grill66-deildinni verður ekki með liðinu á komandi tímabili. Hún tilkynnti að hún gengi með barn á Instagram síðu sinni á dögunum.

Áróra gekk í raðir Aftureldingu eftir veru sína hjá Víkingi og lék með uppeldisfélagi sínu á síðustu leiktíð er liðið tapaði gegn Stjörnunni í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni.

Áróra hefur einnig spilað í Slóvakíu og fyrir Hauka en hún er gríðarlega öflugur varnarmaður, það verður því erfitt fyrir lið Aftureldingar að fylla skarð Áróru.

Handkastið óskar Áróru til hamingju.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 31
Scroll to Top