Er landsliðsþjálfarinn hættur hjá Fram? Fram mætt andstæðu innan HSÍ
Kristinn Steinn Traustason)

Arnar Pétursson (Kristinn Steinn Traustason)

Ólíklegt þykir að Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands verði áfram í þjálfarateymi kvennaliðs Fram eins og gert var ráð fyrir. Þetta staðfesti Gísli Freyr Valdórsson formaður handknattleiksdeildar Fram í samtali við Handkastið fyrir helgi.

Arnar Pétursson var ráðinn inn í þjálfarateymi kvennaliðs Fram fyrir síðustu leiktíð er Rakel Dögg Bragadóttir stýrði liðinu og var Arnar Pétursson ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Rakel Dögg hætti með liðið eftir síðustu leiktíð og var Haraldur Þorvarðarson ráðinn þjálfari kvennaliðsins en hann hafði verið aðstoðarmaður karlaliðs Fram síðustu tímabil. Handkastið hafði nýlega haft fregnir af því að Arnar Pétursson væri hvergi sjáanlegur í Úlfarsárdalnum og fór Handkastið því á stúfanna. Handkastið hafði samband við Gísla Frey formann Fram sem staðfesti þær fregnir að Arnar væri ekki að þjálfa kvennalið Fram.

Hann segir að til hafi staðið að Arnar yrði áfram í þjálfarateymi kvennaliðs Fram en allt bendi þó til að svo verði ekki.

,,Það var fullur áhugi á því að nýta þekkingu og reynslu Arnars og hafa hann áfram í þjálfarateymi Fram. Það hefur hins vegar, líkt og í fyrra, mætt andstöðu innan HSÍ. Við erum því að meta framhaldið í málinu," sagði Gísli í samtali við Handkastið.

Margir undruðust á því þegar Arnar Pétursson landsliðsþjálfari Íslands var ráðinn inn í þjálfarateymi Fram fyrir síðustu leiktíð en þó Arnar hafi verið aðstoðarþjálfari liðsins hafði hann mikil áhrif á stjórnun liðsins og kom það oft fyrir að hann tók alfarið yfir leikhlé liðsins í leikjum síðustu leiktíðar.

Á sama tíma var Snorra Steini þjálfara karla landsliðsins Íslands meinað að þjálfa karlalið Vals á sama tíma og hann væri landsliðsþjálfari Íslands.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top