Hafþór Vignis á stóran þátt í að hafa mótað næstu kynslóð
Eyjólfur Garðarsson)

Bjarni Fritzson (Eyjólfur Garðarsson)

Það styttist og styttist í komandi tímabil í Olís-deildum karla og kvenna en Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3. september á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari ÍR í Olís-deild karla Bjarni Fritzson hafði segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Já mjög. Við læstum strákana í Gym-inu með Bjarka styrktarþjálfara og náðum að vinna vel í líkamlega þættinum í sumar, sem var mjög mikilvægt fyrir okkar unga leikmannahóp. Við höfum líka unnið markvisst í að byggja ofan á leik okkar og ég er nokkuð ánægður með útkomuna en það á auðvitað bara eftir að koma í ljós þegar deildin byrjar.

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?

Nýju strákarnir hafa verið að koma frábærlega inn í hópinn og ég er mjög ánægður með uppsetninguna á leikmannahópnum. Róbert hefur líka komið með sterka innkomu inn í þjálfarateymið, sem á eftir að hjálpa okkur mikið.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Að halda fókus á hvert verkefni fyrir sig og láta utanaðkomandi og óstjórnalega þætti ekki hafa áhrif á okkur.

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Að við náum að byggja ofan á tímbilið í fyrra og vakna alla morgna með það hugarfar að reyna að verða betri en við vorum í gær.

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og
afhverju?

Það eru nokkrir uppaldir ÍR-ingar að spila í öðrum liðum í deildinni og það væri einstaklega gaman að fá þá aftur heim í Skógarselið til að taka þátt í þessu ævintýri með okkur. Já og Hafþór líka, hann á stóran þátt í að hafa mótað næstu kynslóð og þeir vilja ólmir fá hann aftur tilbaka.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Er það ekki bara liðið sem fær flestu stigin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top