Hafþór Vignisson - Oddur Grétarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Þórsarar hafa gefið það út á sínum samfélagsmiðlum að þeir ætli sér að halda kótelettukvöld og leikmannakynningu föstudagskvöldið 29. ágúst kl. 18:30 í Hamri. Eins og segir í tilkynningunni að þá mun kokkurinn Einar Gauti sjá um "letturnar" og Ágúst Brynjars mun síðan stjórna tónlistarbingói og munda gítarinn eftir það eitthvað frameftir. Miðinn á 6000 krónur og borðapantanir á [email protected]. Þór eru nýliðar í Olís-deild karla en þeir leika sinn fyrsta leik í deildinni í næstu viku þegar þeir taka á móti ÍR föstudagskvöldið 5. september.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.