Bojana Popovic verður aðstoðarþjálfari hjá Helle Thomsen

Bojana Popovic (AFP)

Handknattleikssamband Danmerkur tilkynnti í dag að Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona sögunnar, muni verða aðstoðarþjálfari danska kvennalandsliðsins. Hún skrifaði undir samning til 31.desember 2026.

Popovic mun hefja störf 1.september og verður því með í þegar að danska liðið kemur saman 15.september til undirbúnings fyrir leikinn gegn Íslandi þann 20.september en leikurinn mun fara fram í Arena Nord í Frederikshavn.

"Það er mikill heiður að fá tækifæri til að verða hluti af þjálfarateymi danska landsliðsins. Ég veit vel hvaða kröfur eru gerðar, en ég tel að gæði og reynsla liðsins geri það að verkum að Danmörk verði áfram á meðal bestu liða heims," sagði Popovic.

Hún mun áfram þjálfa ZRK Buducnost í heimalandi sínu, Svartfjallalandi, samhliða því að vera aðstoðaþjálfari danska landsliðinu. Popovic á glæstan feril sem leikmaður, hún vann meistaradeildina sex sinnum.

Helle Thomsen landsliðsþjálfari Danmerkur lýsti yfir mikilli ánægju með ráðninguna.
"Bojana kemur inn með kraft og mikla þekkingu. Ég þekki vel ástríðuna sem ríkir á Balkanskaganum, og það verður frábært að blanda þeirri orku við okkar skandinavísku menningu. Ég hlakka mikið til samstarfsins."

Íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, Morten Henriksen, kallaði ráðninguna "stórt skref"
"Þetta er gríðarlegur sigur fyrir danskan handbolta. Bojana hefur ómentanlega þekkingu og leikmenn elska að vinna með henni. Hún skilur danska menningu eftir að hafa spila í mörg ár í Danmörku og talar tungumálið. Með Helle og Bojönu fáum við sögulegt þjálfarapar."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top