Markus Gaugisch (Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýski landsliðþjálfarinn Markus Gaugisch er ekki ánægður með það missa kjarnann sem áður spilaði saman í Ludwigsburg. Liðið var skipað af mörgum af lykilleikmönnum þýska landsliðsins og fyrir Gaugisch var það mikill kostur að leikmennirnir æfðu saman daglega. "þetta hefur haft áhrif á möguleikana og valkostina sem við höfum fyrir landsliðið," segir hann við Handball-world og bætir við að það hafi verið stór plús að hafa sterkan kjarna leikmannanna saman í einu félagi. Nú hefur stærsti hluti leikmannana dreifst til annarra liða og viðurkennir Gaugisch að það kalli á nýjar áskoranir þegar litið er til heimsmeistaramótsins í nóvember og desember. Markmiðið er enga síður skýrt; að þróa liðið áfram, skref fyrir skref, og til lengri tíma að geta talist á meðal fimm sterkustu landsliða heims.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.