Elín Klara Þorkelsdóttir (Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Færeyska handknattleikssambandið hefur gefið það út að síðasti leikur kvennalandslið þjóðarinnar fyrir HM sem hefst 26. nóvember verði gegn íslenska landsliðinu í Færeyjum. Það er handbolti.is sem greindi frá þessu í dag. Þetta verður einnig síðasti leikur íslenska kvennalandsliðsins fyrir átökin á heimsmeistaramótinu. Fyrr í dag var það gefið út að Óskar Bjarni Óskarsson hafi verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska liðsins og verði þar Arnari Péturssyni til halds og trausts. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn danska landsliðinu í Danmörku, laugardaginn 20. september. Í kjölfarið taka við leikir í undankeppni EM 2026. Undankeppnin hefst miðvikudaginn 15. október þegar íslenska landsliðið tekur á móti færeyska landsliðinu en leikið verður á Ásvöllum. Fjórum dögum síðar mætir íslenska landsliðið til leiks á móti portúgalska landsliðinu í Portúgal.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.