Undirbúningstímabilið fullt langt fyrir minn smekk
Egill Bjarni Friðjónsson)

Jónatan Magnússon (Egill Bjarni Friðjónsson)

Það styttist og styttist í komandi tímabil í Olís-deildum karla og kvenna en Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3. september á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna Jónatan Þór Magnússon hafði segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Ég er bara nokkuð sáttur við það. Fullt langt að sjálfsögðu fyrir minn smekk þar sem við spiluðum síðasta leik í deild 23. mars þannig að það hefur verið ákveðið áskorun að halda dampi. En ég er heilt yfir sáttur við það og við hlökkum til að fara byrja.

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?

Við höfum bætt við okkur fleirum en við höfum misst svo ég er ánægður með það. Þeir leikmenn sem hafa komið munu hjálpa okkur í vetur og gefa okkur meiri breidd en í fyrra.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Ég er nokkuð viss um að stærsta áskorunin okkar verður að venjast því að allir leikirnir í vetur verða hörkuleikir á móti sterkum andstæðingum. Í fyrra í Grill66-deildinni þá leið oft langt á milli leikja sem voru jafnir. Nú þurfum við að vera klár í alla leiki og hvert smá atriði skiptir meira máli.

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Okkar væntingar í vetur eru þær að við verðum samkeppnishæf, það verði gaman að horfa á liðið spila, umgjörðin í kringum heimaleikina okkar verði flott og að liðið spili skemmtilegan handbolta. Ég vonast eftir því að Akureyringar bæði hér og í borginni mæti og styðji liðið.

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?

Það yrði mun léttara fyrir fjölskylduna okkar að halda bara með einu liði í Olís þannig að ef frænka mín hún Vigdís Arna Hjartardóttir Stjörnustúlka myndi koma norður þá yrði allt auðveldara.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Valur er liðið sem önnur lið þurfa að skáka myndi ég telja.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top