wValurValur (Baldur Þorgilsson)
Íslands- og deildarmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni HSÍ kvenna í dag. Fer leikurinn fram í N1-höllinni að Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Handboltapassanum. Töluverðar breytingar hafa orðið á báðum liðum fyrir tímabilið en spekingar spá því að þetta verði þau tvö lið sem munu berjast um alla titla sem í boði eru hér heima í vetur. Valur mætir með nýjan þjálfara í brúnni eftir að Anton Rúnarsson tók við kvennaliðinu af Ágústi Jóhannssyni sem tók við karlaliði félagsins í sumar. Bestu leikmenn beggja liða á síðustu leiktíð þær Elín Klara Þorkelsdóttir hjá Haukum og Elín Rósa Magnúsdóttir hjá Val hafa yfirgefið liðin og haldið í atvinnumennsku. Gera má ráð fyrir hörkuleik á Hlíðarenda í dag en ef við skoðum Cool stuðlanna fyrir leik þá er stuðullinn 1.75 á Valssigur en 2.60 á sigur hjá Haukum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.