Erlendar fréttir: Birgir Steinn skoraði tvö
JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Hvað er að frétta erlendis? (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Sunnudaginn 31.ágúst

16:00: Hörður í þriðja sæti á æfingarmóti í Lettlandi

Lið Harðar sem spilar í Grill66 deild karla í vetur tók þátt í æfingarmóti í Lettlandi um helgina ásamt lettneska liðinu Dobeles, eistneska liðinu Serviti og litháenska liðinu HC Pasvalio.

Fyrsti leikur var á föstudaginn gegn Serviti þar sem að eistneska liðið hafði betur 32-29. Á laugardaginn spiluð Harðverjar gegn heimamönnum í Dobeles og lauk leiknum með sigri heimamanna 32-27. Lokaleikurinn var síðan í dag gegn Pasvalio þar sem Harðaverjar sigrðu 25-20 og enduðu mótið í þriðja sæti.

15:55: Birgir Steinn skoraði tvö í Evrópudeildinni

Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö og gaf þrjár stoðsendingar í níu marka sigri Savehof á Malmö í forkeppni Evrópudeildarinnar, 33-24 en leikurinn fór fram í Malmö. Liðin mætast öðru sinni í Gautaborg næstu helgi.

15:50: Gidsel stórkostlegur í sigri Fucshe Berlín

Mathias Gidsel skoraði 10 mörk og gaf níu stoðsendingar í tólf marka sigri Fuchse Berlín á nýliðum Bergischer, 39-27. Þjálfari Bergischer er Arnór Þór Gunnarsson. Freihöfer kom næstur með átta mörk og Lasse Andersson skoraði fimm mörk.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 30.ágúst

22:30: Ísak Steinsson með stórleik í marki Drammen

Ísak Steinsson ungi markmaður Drammen var maður leiksins gegn Sandefjord í kvöld, hann varði 17 skot, 43% markvörslu.

Dana Björg landsliðskona hóf tímabilið af miklu krafti en hún skoraði 10 mörk í 12 skotum í liði Volda þegar liðið vann 33-18 sigur á Kjelsås í næstefstu deild kvenna í Noregi.

20:05: Kielce unnu í vítakeppni

Kielce unnu Super Cup í Póllandi er þeir unnu Wisla Plock 32-31 í vítakastkeppni. Staðan í hálfleik var 13-11 Kielce í vil og var staðan 26-26 eftir venjulegan leiktíma.

Melvyn Richardsson var markahæstur í liði Wisla Plock með 11 mörk og Piotr Jarosiewicz var markahæstur hjá Kielce með 8 mörk.

07:00: Tjörvi og félagar töpuðu

Tjörvi Týr Gíslason og félagar hans í Oppenweiler/Backnang töpuðu með sjö mörkum, 30-23 á útivelli gegn Hüttenberg. Tjörvi Týr skoraði eitt mark í leiknum.

07:00: Elmar skoraði sex í sigri

Elmar Erlingsson og liðsfélagar hans í Nordhorn-Lingen hófu keppni í þýsku 2. deild inni í gærkvöldi með góðum heimasigri á Großwallstadt 31-29. Eyjamaðurinn sem er á sínu öðru tímabili með Nordhorn skoraði sex mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu.

Erlendar fréttir: Föstudaginn 29.ágúst

06:30: Stórleikur í Þýskalandi

Tveir leikir fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Annarsvegar mætast Lemgo og Magdeburg. Með Magdeburg leika Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon og hinsvegar Melsungen - Rhein Neckar Löwen. Með Melsungen leik Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson og með Lowen leikur Haukur Þrastarson.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 28.ágúst

19:00: Óvænt úrslit í Danmörku

Það voru heldur betur óvænt úrslit í 1.umferðinni í dönsku úrvalsdeildinni þegar Esbjerg gerði jafntefli við Silkeborg Voel 36-36. Esbjerg enduðu í 2.sæti deildarinnar í fyrra en hafði unnið deildina tvívegis á undan á meðan Silkeborg endaði í 10. sæti í fyrra. Esbjerg vann Silkeborg með 20 og 18 markamun í deildinni í fyrra.

18:50: Janus skoraði ekki í sigri

Janus Daði Smárason var ekki meðal markaskorara þegar Pick Szeged vann sextán marka sigur á Gyöngyös 42-26 í 1.umferð ungversku úrvalsdeildarinnar. Þetta var hinsvegar leikur sem er hluti af 3.umferðinni. Handkastið er ekki kunnugt um það afhverju þessi leikur var spilaður í kvöld en til að mynda er Veszprem á Íslandi að undirbúa kveðjuleik FH sem fram fer annað kvöld.

14:30: Nýr aðstoðarþjálfari Danmerkur

Bojana Popovic fyrrverandi landsliðskona og landsliðsþjálfari Svartfjallalands hefur verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari kvennaliðs Danmerkur. Þar verður hún Helle Thomsen til aðstoðar.

Fyrsti landsleikur Danmerkur undir stjórn Helle og Popovic verður gegn íslenska landsliðinu í Frederikshavn, laugardaginn 20.september.

10:30: Dagur Gauta skoraði fjögur í Noregi

Dagur Gautason skoraði fjögur mörk þegar lið hans Arendal vann Reistad í norsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöldi með nítján marka mun 45-26. 

07:10: Patrick Groetski fyrirliði RN-Lowen

Þjóðverjinn, Patrick Groetski verður áfram fyrirliði Rhein-Neckar Lowen en línumaðurinn Jannik Kohlbacher mun taka við hlutverki varafyrirliða.

Groetzki hefur borið fyrirliðabandið frá sumrinu 2022, þegar hann tók við af Uwe Gensheimer.

07:00: Bikarkeppnin í Svíþjóð heldur áfram

Bikarkeppnin í Svíþjóð er í fullum gangi en í Svíþjóð er spilað í mörgum litlum riðlum í bikarkeppninni áður en deildin sjálf fer af stað. Íslendingarliðin Amo og Kristianstad hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Arnar Birkir Hálfdánsson leikur með Amo sem vann alla þrjá leiki sína í fjórða riðli. Í gær vann liðið tólf marka sigur á Drott 36-24. Arnar Birkir var ekki meðal markaskorara í leiknum.

Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar hans í Kristianstad unnu H32 Lund HF, 33-22. Einar Bragi skoraði fjögur mörk í leiknum. Krististianstad hefur tryggt sér áfram í 16-liða úrslit þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í riðlinum.

ÍR-ingurinn, Dagur Sverrir Kristjánsson og liðsfélagar hans í sænska B-deildarfélaginu Vinslövs töpuðu gegn sænsku meisturunum í Ystads 36-24 í gærkvöldi. Dagur Sverrir skoraði tvö mörk í leiknum. Ólíklegt þykir að Vinslövs komist áfram en til þess þarf Vinslövs að vinna Aranäs með miklum mun.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top