Julian Köster - VfL Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
THW Kiel hafa verið að láta til sín taka á markaðnum í sumar fyrir næsta tímabil og ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Domen Makuc var keyptur til Kiel frá Barca þar sem hann hefur leikið síðan 2020. Makuc hafði verið að glíma við alvarleg meiðsli í byrjun síðasta tímabils en kom til baka og skoraði 35 mörk í 18 leikjum í Meistardeild Evrópu. Hann á eftir að mynda sterkt miðjumannateymi með Elias á Skipagøtu. Einnig hafa Kiel keypt einn efnilegasta leikmann Þýskalands Julian Köster frá Gummersbach. Köster sem er 203cm á hæð er gríðarlega sterkur varnamaður en einnig góður sóknarmaður og hefur sýnt það síðustu 2 tímabil bæði með Gummersbach og Þýskalandi. Báðir leikmenn koma til liðsins næsta sumar. Rthandball gerði mögulega útilínu THW Kiel á næsta tímabili og lítur hún svona út.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.