Sigurvin Jarl Ármannsson (ÍR handbolti)
Hægri hornamaðurinn, Sigurvin Jarl Ármannsson, sem hefur verið á mála hjá ÍR í rúmt ár er kominn í pásu frá handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Hann segir einfaldlega að hann hafi ekki tíma til þess að æfa sex sinnum í viku og er eins og áður segir kominn í pásu frá handbolta. Óvíst er hvenær hann hefur tíma og svigrúm til að snúa aftur. Sigurvin skoraði 18 mörk í 22 leikjum á síðasta leiktímabil með ÍR. Hann lék í nokkur ár með HK en er uppalinn í Val. Handkastið greindi frá því á dögunum að ÍR hafi sótt unglingalandsliðsmanninn, Örn Kol Kjartansson frá Val en Örn Kolur er örvhentur hornamaður fæddur árið 2008. Hann á sennilega að fylla skarð Sigurvins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.