Magnús Stefánsson (Sævar Jónasson)
Það styttist og styttist í komandi tímabil í Olís-deildum karla og kvenna en Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3. september á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september. Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki. Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna Magnús Stefánsson hafði segja. Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið? Það hefur verið fínn stígandi í okkar undirbúning, við jukum álagið og tókum alla þá æfingaleiki sem buðust. Stelpurnar kvarta aldrei, mæta bara og gera það sem þeim er sagt að gera, það er hrikalega gaman að vinna með þennan hóp. Við missum stóra pósta úr liðinu, það er stórt skarð sem þær skilja eftir sig bæði sem karakterar og sem gæða leikmenn. En sem betur fer að þá eru aðrir leikmenn að stíga upp bæði innan vallar og utan sem veitir á gott fyrir framhaldið. Að sama skapi höfum við fengið inn í liðið nýja leikmenn sem eru að smella virkilega vel inn, eru sterkir karakterar og jákvæðir leiðtogar. Helstu áskoranir þjálfarateymisins verða líklega þær að stýra álaginu eins vel og hægt er. Við erum með mikið af ungum leikmönnum sem koma til með að fá spiltíma og við þurfum að hjálpa þeim að aðlagast leikstílnum eins vel og hægt er. Að það verði þessi klassíski tröppugangur hjá stelpunum og að við séum að ná að bæta okkur leik frá leik. Valur og Haukar verða af augljósum ástæðum þau lið sem þarf að vinna til að eiga séns á titlum. Við ætlum að sjálfsögðu að gera atlögu í þá titla sem í boði eru, annars væri nú betur heima setið en af stað farið. Ída Margrét Stefánsdóttir - Grótta. Af því að hún er ein af betri skyttum deildarinnar, spilar bakvörð og hafsent og nennir að slást. Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur? Valur
Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?
Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?
Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?
Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.