Thea Imani Sturludóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Það vakti athygli að landsliðskonan, Thea Imani Sturludóttir var ekki í leikmannahópi Vals er liðið vann Hauka í Meistarakeppni HSÍ síðastliðinn laugardag. Anton Rúnarsson þjálfari Vals staðfesti í samtali við Handkastið að um þráðlát hásina meiðsli væri um að ræða og erfitt væri að segja til um hvenær Thea myndi snúa aftur inn á völlinn. ,,Þetta bara tekur sinn tíma og er hún búin að vera dugleg í sjúkraþjalfun endalaust frá því við byrjuðum aftur eftir sumarfrí. Vonandi fer að birta til í þessu en hvenær hún verður 100% klár er erfitt að segja nákvæmlega," sagði Anton í samtali við Handkastið. Auk Theu voru þær Lilja Ágústsdóttir og Ásrún Inga Arnarsdóttir ekki með Val í leiknum gegn Haukum. Olís-deild kvenna hefst á laugardaginn með opnunarleik Selfoss og Vals á Selfossi klukkan 13:30. Umferðin lýkur síðan á sunnudaginn með leik KA/Þórs og Stjörnunnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.