Valsmenn unnu Stjörnuna í kaflaskiptum leik
Dragomir Ovidiu)

Pétur Árni Hauksson (Dragomir Ovidiu)

Stjarnan tók á móti Val í Heklu Höllinni í fyrstu umferð Olís deildarinnar í kvöld sem endaði með fimm marka sigri Vals, 27-32.

Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 1-5 þegar Stjörnumenn tóku leikhlé og náðu að stoppa blæðinguna en Valsmenn héldu forystunni út hálfleikinn og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 10-14.

Valmenn voru áfram sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks og voru komnir 10 mörkum yfir um miðbik seinni hálfleiks en slökuðu á klónni hleyptu Stjörnumönnum aftur inn í leikinn sem komust þó ekki nær en að minnka muninn í fjögur mörk þegar fimm mínútur lifðu leiks.

Viktor Sigurðsson fór fyrir sóknarleik Vals í dag og skoraði 9 mörk í líklega sínum besta leik í Valstreyjunni meðan Hans Jörgen var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 7 mörk.

Markaskor Vals:

Viktor Sigurðsson 9, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 5, Gunnar Róbertsson 4, Allan Norðberg 4, Kristófer Máni Jónasson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Andri Finnsson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Daníel Montoro 1, Bjarni Í Selvindi 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 9 skot (27,3%).

Markaskor Stjörnunnar:

Hans Jörgen Ólafsson 7, Jóhannes Björgvin 5, Benedikt Marinó Herdísarson 5, Starri Friðriksson 3, Jóel Bernburg 2, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 1, Loftur Ásmundsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Gauti Gunnarsson 1, Dagur Máni Siggeirsson 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 5 skot (17,9%) og Baldur Ingi Pétursson átti góða innkomu og varði 5 skot (38,5%).

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top