kynningarkvold-hand2025-sida (
Kynningarkvöld KA og KA/Þór verður haldið föstudaginn 5. september næstkomandi í KA heimilinu. Bæði lið leika í Olís-deildinni á komandi leiktíð en KA/Þór eru nýliðar í deildinni eftir að hafa unnið Grill66-deildina á síðustu leiktíð. Þjálfarabreytingar hafa orðið á karlaliðinu og ríkir mikil eftirvænting fyrir handboltavetrinum fyrir norðan. Léttar veitingar verða í boði og er þetta frábær leið fyrir Akureyringa að kynnast liðunum betur fyrir átök vetrarins. Dagskráin verður svohljóðandi: 17:30 - Síðasta korterið á æfingu opið hjá Andra Snæ og meistaraflokki karla
17:45 - Andri Snær Stefánsson kynnir strákana og nýja leikmenn sérstaklega í fundarsalnum
18:00 - Jón Heiðar Sigurðsson kynnir starf karladeildarinnar
18:15 - Stefán Guðnason kynnir starf KA/Þórs
18:45 - Síðasta korterið opið hjá Jonna og meistaraflokki kvenna
19:00 - Jónatan Magnússon kynnir kvennalið KA/Þórs í fundarsalnum
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.