Arna Þýrí Ólafsdóttir (
Eyjamærin Arna Þyrí Ólafsdóttir hefur tekið fram skóna á nýjan leik og er búin að semja við uppeldisfélagið sitt ÍBV. Þetta staðfesti hún í samtali við Handkastið. Arna Þyrí er fædd 1997 og fædd og uppalin á Eyjunni fögru. Flutti hún snemma til Reykjavíkur og var lengi vel á mála hjá Fram. Eftir nokkrar styttri dvalir hjá ýmsum liðum festi hún svo rætur hjá Víking árið 2020 og lék með liðinu í nokkur ár þar sem hún spilaði mjög stórt og veigamikið hlutverk bæði innan vallar og utan vallar hjá félaginu. Hún eignaðist síðan barn í september 2023 og flutti stuttu síðar aftur á æskuslóðirnar í Eyjum. Er hún núna búin að taka fram skóna á nýjan leik eins og áður segir og mun án efa styrkja æfingahópinn hjá liðinu, koma inn af bekknum eitthvað í vetur og vera mikilvæg í kringum umgjörð liðsins. ÍBV tekur á móti Fram í 1.umferð Olís-deildar kvenna nætkomandi laugardag klukkan 15:00.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.