Meistaradeild kvenna hefst á morgun – Tveimur félögum tekist að verja titilinn
Attila KISBENEDEK / AFP)

Gyori (Attila KISBENEDEK / AFP)

Keppni í Meistaradeild kvenna hefst um helgina en fjórir leikir fara fram á laugardag og aðrir fjórir leikir fara fram á sunnudag. Sextán félög taka þátt í Meistaradeildinni en leikið er í tveimur átta liða riðlum.

Að því tilefni er ekki úr vegi að fara yfir nokkrar staðreyndir og tölur.

  • Tvær goðsagnir kvöddu - Cristina Neagu (1.232 mörk) og Jovanka Radicevic (1.181mörk) hættu eftir síðasta tímabil.
  • Györ á toppnum - Sjö titlar, þar af tveir í röð núna, 10 sinnum í Final4-úrslitahelgar af 11 mögulegum.
  • Katrine Lunde (45 ára) - Eini leikmaðurinn sem hefur unnið sjö sinnum, spilaði úrslitaleik 2025 með Odense.
  • Nýtt lið - Sola HK frá Noregi tekur þátt í fyrsta sinn.
  • Henny Reistad - Besti leikmaður heims árin 2023 og 2024, varð markadrottning síðasta tímabils með 154 mörk.
  • Titlavörn - Aðeins tvö félög hefur tekist að verja titilinn, Györ og Vipers.
  • Þrjú lið frá tveimur löndum - Ungverjaland(Györ,FTC,Debrecen) og Danmörk(Odense,Esbjerg,Ikast).
  • 93 mörk - Markamet í Final4 var sett af Henny Reistad í aðeins 12 leikjum.
  • 235 sigrar - Györ er sigursælasta félagið í sögu Meistaradeildarinnar.
  • 334 leikir - Buducnost fyrst kvennaliða til að spila yfir 300 leiki í Meistaradeildinni.
  • 9 þjóðir í riðlakeppni - m.a. Danmörk, Noregur, Ungverjaland og Frakkland.
  • 112 riðlaleikir - Fara fram 6.september 2025 - 22.febrúar 2026.
  • 132 leikir alls - verða spilaðir áður en meistari verður krýndur í Búdapest 7.júní 2026.
  • 19 skipti af 19 - hefur Györ ná að minnsta kosti í átta liða úrslit.
  • 31 þátttaka - Krim og Buducnost hafa spilað flest tímabil í Meistaradeildinni.
  • 20.022 áhorfendur - heimsmetið frá 2023 í Búdapest. 19.469 sáu úrslitaleikinn á síðustu leiktíð.
  • 7.098 mörk - voru skoruð á tímabilinu 2024/25, að meðaltali 55,9 mörk í leik.
  • Fjórar markadrottingar keppninnar - spila á tímabilinu: Henny Reistad, Anna Vyakhireva, Ana Gros og Zsuzsanna Tomori.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top