Meistaradeild kvenna hefst á morgun – Tveimur félögum tekist að verja titilinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gyori (Attila KISBENEDEK / AFP)

Keppni í Meistaradeild kvenna hefst um helgina en fjórir leikir fara fram á laugardag og aðrir fjórir leikir fara fram á sunnudag. Sextán félög taka þátt í Meistaradeildinni en leikið er í tveimur átta liða riðlum.

Að því tilefni er ekki úr vegi að fara yfir nokkrar staðreyndir og tölur.

  • Tvær goðsagnir kvöddu - Cristina Neagu (1.232 mörk) og Jovanka Radicevic (1.181mörk) hættu eftir síðasta tímabil.
  • Györ á toppnum - Sjö titlar, þar af tveir í röð núna, 10 sinnum í Final4-úrslitahelgar af 11 mögulegum.
  • Katrine Lunde (45 ára) - Eini leikmaðurinn sem hefur unnið sjö sinnum, spilaði úrslitaleik 2025 með Odense.
  • Nýtt lið - Sola HK frá Noregi tekur þátt í fyrsta sinn.
  • Henny Reistad - Besti leikmaður heims árin 2023 og 2024, varð markadrottning síðasta tímabils með 154 mörk.
  • Titlavörn - Aðeins tvö félög hefur tekist að verja titilinn, Györ og Vipers.
  • Þrjú lið frá tveimur löndum - Ungverjaland(Györ,FTC,Debrecen) og Danmörk(Odense,Esbjerg,Ikast).
  • 93 mörk - Markamet í Final4 var sett af Henny Reistad í aðeins 12 leikjum.
  • 235 sigrar - Györ er sigursælasta félagið í sögu Meistaradeildarinnar.
  • 334 leikir - Buducnost fyrst kvennaliða til að spila yfir 300 leiki í Meistaradeildinni.
  • 9 þjóðir í riðlakeppni - m.a. Danmörk, Noregur, Ungverjaland og Frakkland.
  • 112 riðlaleikir - Fara fram 6.september 2025 - 22.febrúar 2026.
  • 132 leikir alls - verða spilaðir áður en meistari verður krýndur í Búdapest 7.júní 2026.
  • 19 skipti af 19 - hefur Györ ná að minnsta kosti í átta liða úrslit.
  • 31 þátttaka - Krim og Buducnost hafa spilað flest tímabil í Meistaradeildinni.
  • 20.022 áhorfendur - heimsmetið frá 2023 í Búdapest. 19.469 sáu úrslitaleikinn á síðustu leiktíð.
  • 7.098 mörk - voru skoruð á tímabilinu 2024/25, að meðaltali 55,9 mörk í leik.
  • Fjórar markadrottingar keppninnar - spila á tímabilinu: Henny Reistad, Anna Vyakhireva, Ana Gros og Zsuzsanna Tomori.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 18
Scroll to Top