Erlendar fréttir (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Norski landsliðsmaðurinn, Simen Lyse leikmaður Kolstad er á sama tíma orðaður sem arftaki Lasse Andersson hjá Fuchse Berlín. Lyse er fæddur árið 2000 og hefur verið í stóru hlutverki hjá Kolstad. Danski landsliðsmaðurinn, Lasse Andersson er sterklega orðaður við Veszprém en hann hefur leikið með Fuchse Berlín undanfarin ár. Er Lasse sagður vera langt kominn í samningaviðræður við ungverska liðið og gengur í raðir þess næsta sumar. Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot af 18 í marki dönsku meistaranna í Álaborg þegar þeir unnu annan leik sinn í dönsku deildinni í kvöld. Lokatölur 34-37 á útivelli gegn Nordsjælland. Benfica mættu í dag Belenenses í portúgölsku úrvalsdeildinni og unnu 12 marka sigur, 37-25. Stiven var ekki í leikmannahópi Benfica. Í dag mættust Pick Szeged og Pler í Szeged borg í ungversku deildinni. Pick Szeged voru ekkert að flækja málin og unnu 12 marka sigur, 44-32. Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum. Veszprem hófu tímabil sitt í dag þegar að þeir budakalász og sigruðu 13 mörkum, 45-32 en Bjarki Már skoraði þrjú mörk. Íslensku stelpurnar Elín Rósa, Andrea Jacobsen og Díana Dögg mættu Metzingen í dag og unnu 31-25. Díana Dögg skoraði 3 mörk, Elín Rósa og Andrea 2 mörk. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Savehof í sigri á Malmö í seinni leik liðanna í Evropudeildinni. Savehof vann 38-36 og fara samtals áfram 71-60. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sjö mörk í sigri Savehof á Eslövs í sænska bikarnum í dag en Savehof vann öruggan sautján marka sigur 37-20. Kvennalið Sävehof vann 17 marka sigur á Eslov í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum sænska bikarsins. Þrátt fyrir að hafa greinst með brjóstakrabbamein fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan mun Camilla Herrem leiða sitt uppeldisfélag Sola til leiks í Meistaradeildinni í dag en liðið hefur ferðast til Króatíu og mætir Podravka Vegeta í 1.umferð Meistaradeildinnar í dag. Sola kom seint inn í Meistaradeildin í sumar eftir gjaldþrot Ludwigsburg svo það er hægt að segja að ótrúlegir hlutir hafi gerst hjá Herrem síðustu vikur og mánuði allt frá því að lið hennar hafi ekki verið með þátttökurétt í Meistaradeildinni og á sama tíma greinst með krabbamein í það að nú mun hún leiða sitt lið á völlinn í dag. Það er vægast sagt stórleikur og athyglisverður leikur í Þýskalandi í dag þegar Fuchse Berlín tekur á móti Magdeburg. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Fuchse Berlín í vikunni en þjálfarabreytingar urðu á Þýskalandsmeisturunum þegar Jaron Siewert var rekinn og Nikolej Krickau tók við liðinu. Leikurinn hefst klukkan 13:40. Sveinn Jóhannsson og félagar í Chambéry í Frakklandi gerðu jafntefli gegn stórliði Nantes 34-34 í frönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sveinn komst ekki á blað í leiknum. Katla María Magnúsdóttir skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti, í fyrsta leik sínum með Holstebro í gærkvöldi þegar liðið vann öruggan sautján marka sigur á Ejstrup/Hærvejen, 35-18. Holstebro leikur í næst efstu deild í Danmörku en liðið tapaði í umspili um sæti í úrvalsdeild á síðustu leiktíð. Kristianstad vann tólf marka sigur á Helsinborg í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum sænska bikarsins. Einar Bragi komst ekki á blað í leiknum en leikurinn endaði 40-28. Íslendingarnir í Ringsted skoruðu báðir tvö mörk í fjögurra marka tapi gegn Gumma Gumm og félögum í Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fredericia hafði betur í leiknum 27-23 á heimavelli Ringsted. Íslendingalið Alpla Hard sem stýrt er af Hannesi Jóni Jónssyni gerði óvænt jafntefli í 1.umferð austurrísku úrvalsdeildarinnar gegn Hollabrunn 29-29. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk og Tryggvi Garðar Jónsson skoraði eitt mark. Jaron Siewert fyrrum þjálfari Fuchse Berlín hefur verið orðaður við þrjú félög síðustu daga. Flensburg, Kiel og Kielce. Egypski markvörðurinn, Karim Hendawy hefur samið við þýska liðið Wetzlar. Hendawy kemur í stað hollenska markvarðarsins Bart Ravensbergen sem missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla. Jóhannes Berg Andrason skoraði eitt mark í fjögurra marka tapi Tvis Holstebro gegn GOG í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. GOG vann leikinn 36-32. Frederik Bjerre var markahæstur hjá GOG með sjö mörk og Óli Mittún skoraði sex. Danski markvörðurinn, Kevin Möller gengur í raðir GOG frá Flensburg næsta sumar. Auk þess að taka við Fuchse Berlín verður Nikolej Krickau einnig íþróttastjóri félagsins fram á næsta sumar. Tvöfalt hlutverk bætir við aukinni pressu, segir sérfræðingur við TV 2 í Danmörku. ,,Auðvitað bætir það við aukinni vinnu og pressu. Það er líka afleiðing og niðurstaða samræðna sem hann hefur átt við framkvæmdastjórann Bob Hanning að hægt er að fylgja þeirri stefnu sem hefur verið lögð fram án þess að ágreiningur komi upp milli íþróttastjóra og aðalþjálfara." Nikolej Krickau mun fá félagsgoðsögnin, Paul Drux sem aðstoðarmann liðsins og tengilið milli liðsins og stjórnenda næsta sumar. Drux sem er 30 ára gamall, spilaði allan sinn atvinnumannaferil hjá Füchse Berlin en eftir tvö slæm hnémeiðsli í fyrra lagði hann skóna á hilluna í október. Samkvæmt heimildum Bild gæti Stefan Kretzschmar fráfarandi íþróttastjóri Fuchse Berlín tekið við sem íþróttstjóri hjá Leipzig. ,,Að fara frá því að vera rekinn frá Flensburg yfir í að verða aðalþjálfari Füchse Berlin, sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og varð þýskur meistari síðasta tímabil, er brjáluð atburðarás. Það er gríðarleg umbun fyrir Nicolej Krickau," segir Bent Nygaard við TV2 í Danmörku. Á sama tíma og félagið tilkynnti að Bob Hanning væri hættur hjá Fuchse Berlín sem þjálfari liðsins hefur félagið tilkynnt að Bob Hanning framkvæmdastjóri félagsins og Stefan Kretzschmar hafi náð samkomulagi um að sá síðarnefndi hætti strax sem íþróttastjóri félagsins. Nýr þjálfari Berlínar er Daninn Nikolej Krickau. Þrír leikir fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaliðin Gummersbach og Melsungen mætast klukkan 17:00 en þá fara einnig fram leikir Leipzig - Lemgo og Flensburg - Stuttgart. Um er að ræða fyrsta heimaleik Blæs Hinrikssonar með Leipzig. Noah Beyer skoraði tíu mörk fyrir Bergischer í tapi gegn Erlangen í gær. Leo Prantner skoraði níu mörk fyrir Fuchse Berlín í sigri á Göppingen. Karolis Antanavicius skoraði sjö mörk fyrir Minden í tapi gegn Löwen. Emil Madsen skoraði átta mörk fyrir Kiel í sigriá Wetzlar. Max Beneke skoraði tíu mörk fyrir Eisenach í tapi gegn Magdeburg. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fimm mörk og eldri bróðir hans, Arnór Snær Óskarsson skoraði átta mörk í 45-21 sigri Kolstad gegn Rorvik í norska bikarnum í gærkvöldi. Þá komst markvörðurinn, Ísak Steinsson og félagar hans í Drammen einnig áfram eftir átta marka sigur á Haslum 36-28.Erlendar fréttir: Sunnudaginn 7.september:
10:00: Fer Simen Lyse til Fuchse?
10:00: Lasse Andersson á leið til Veszprém
Erlendar fréttir: Laugardaginn 6.september:
21:00: Álaborg með annan sigur í röð
17:30: Benfica með góðan sigur
17:00: Pick Szeged með sigur í deild
17:00: Veszprem með sigur í fyrsta deildarleik
17:00: 6 marka sigur hjá Íslendingaliði Blomberg
16:00: Birgir Steinn með átta mörk
16:00: Elín Klara með sjö mörk
12:30: Elín Klara vann með 17 mörkum
08:15: Draumur að rætast hjá Camilla Herrem
08:15: Stórleikur í Þýskalandi
08:00: Sveinn Jóhanns gerði jafntefli í Frakklandi
08:00: Katla María skoraði tvö
Erlendar fréttir: Föstudaginn 5. september:
18:50: Einar Bragi vann með tólf mörkum
18:50: Guðmundur Bragi og Ísak með tvö mörk hvor í tapi
18:45: Íslendingaliðið gerði óvænt jafntefli í Austurríki
13:00: Jaron Siewert orðaður við þrjú félög
10:00: Hendawy orðinn leikmaður Wetzlar
Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 4. september:
20:00: Jói Berg með eitt gegn GOG
19:00: Kevin Möller gengur í raðir GOG
15:50: Krickau verður íþróttastjóri félagsins fram á næsta sumar
15:45: Paul Drux verður tengiliður hjá Fuchse Berlín
14:30: Fer Kretzschmar til Leipzig?
14:30: Bent Nygaard tjáir sig um atburðarrásina í Berlín
14:00: Stefan Kretzschmar hættur hjá Fuchse Berlín
13:45: Íslendingaslagur í Þýskalandi í dag
09:00: Þeir markahæstu í Þýskalandi í gær
08:00: Þrettán íslensk mörk í bikarsigri
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.