Grótta Davíð Örn Hlöðversson ((Eyjólfur Garðarsson)
Gróttu menn fóru með sigur af hólmi á móti Harðarmönnum frá Ísafirði í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur 37-31. Sigurinn var sanngjarn en Gróttu liðið leiddi allan leikinn frá byrjun en Harðar liðið var aldrei mjög langt frá. Í hálfleik var staðan 19-16 fyrir Gróttu. Markahæstir hjá Gróttu voru þeir Bessi Teitsson og Antoine Óskar Pantano með 8 mörk hvor. Hannes Pétur Hauksson varði 18 skot í markinu. Hjá Harðar mönnum var Jose Esteves Neto með 8 mörk og nýji leikmaðurinn Sergio Barros með 7 mörk. Stefán Freyr Jónsson og Arturs Kugis voru með 11 varin skot samtals. Sterk byrjun hjá Gróttu en um leið sýndu Harðar menn fína spretti á köflum og eiga þeir eftir að vaxa ásmegin eftir því sem nýju mennirnir komast betur inn í hlutina fyrir vestan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.