Stymmi spáir í spilin: 1. umferð Olís deild kvenna

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 1.umferð fari í Olís deild kvenna.

Selfoss – Valur  (Laugardagur 13:30) Sigurvegari: Valur

Selfoss hefur misst lykilpósta í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig þær standa sig í vetur án þeirra. Við þurfum ekkert að flækja þetta neitt, Valur vinnur þetta.

Haukar – ÍR (Laugardagur 14:00) Sigurvegari: Haukar

Haukar misstu Elín Klöru í sumar en gerðu virkilega vel á leikmannamarkaðnum og ætla sér að veita Val keppni í vetur. Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir Hauka en þær eru með meiri gæði og klára þetta á endanum.

ÍBV – Fram (Laugardagur 15:00) Sigurvegari: ÍBV

ÍBV fengu Söndru Erlings til sín í sumar og duttu aldeilis í lukkupottinn með markmanninn. Fram hafa verið í miklu breytingum í sumar og mæta til leiks með mikið breytt lið. Þessi lið verða á svipuðum slóðum í vor en ÍBV nýta sér heimavöllinn í 1.umferð og fara með sigur af hólmi.

KA/Þór – Stjarnan (Sunnudagur 15:30) Sigurvegari: KA/Þór

Sannkallaður 4 stiga leikur strax í fyrstu umferð. KA/Þór nýliðar í deildinni en þjálfarar í deildinni hafa trú á þeim í vetur. En ég er með eina reglu í lífinu, þegar um jafnan leik er að ræða tek ég alltaf liðið sem er á heimavelli. KA/Þór sækir því fyrstu stigin sín strax í 1.umferð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top