Nýliðarnir með sigur á Stjörnunni
Egill Bjarni Friðjónsson)

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Nýliðarnir í Olís-deild kvenna, KA/Þór unnu Stjörnuna í 1. umferð tímabilsins en leikurinn var lokaleikur umferðarinnar. Þrír aðrir leikir fóru fram í gær.

KA/Þór unnu tveggja marka sigur á Stjörnunni 24-22 eftir að hafa mest náð sjö marka forystu í seinni hálfleik.

Eftir að gestirnir úr Garðabænum voru yfir 8-9 kom öflugur kafli hjá KA/Þór í fyrri hálfleik og skoruðu þær fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni í 13-9.

Um miðbik seinni hálfleiks náði KA/Þór sjö marka forystu en Stjörnustelpurnar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn mest í tvö mörk en nær komust þær ekki og KA/Þór unnu mikilvægan sigur í 1.umferð en þessi bæði lið voru spáð neðarlega í Olís-deildinni í vetur.

Markaskorun KA/Þórs: Anna Þyrí Halldórsdóttir 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 6, Susanne Pettersen 5, Kristín Jóhannsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Lydia Gunnþórsdóttir 1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1.

Markvarsla KA/Þórs: Matea Lonac 10

Markaskorun Stjörnunnar: Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3, Natasja Hammer 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Guðmunda Brynja Guðjónsdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.

Markvarsla Stjörnunnar: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7, Margrét Einarsdóttir 6

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top