Gidsel tjáir sig um brotthvarf Siewert
Andreas Gora / AFP)

Mathias Gidsel (Andreas Gora / AFP)

Einn ef ekki besti leikmaður heims í dag, Daninn Mathias Gidsel neitar uppreisn leikmanna Fuchse Berlín í aðdraganda uppsagnar þjálfara liðsins, Jaron Siewert í síðustu viku. Segir Gidsel að uppsögnin komi frá stjórnendum félagsins en ekki leikmönnum.

Mathias Gidsel brást tilfinningaþrunginn við uppsögn Siewert og Kretzschmar þegar hann var spurður út í málið eftir tapið gegn Magdeburg á laugardaginn og kallaði aðstæðurnar „mannlega erfiðar“ en neitaði því að leikmennirnir stæðu á bak við ákvörðunina.

Fuchse Berlín upplifði sannkallaða martröð gegn SC Magdeburg þegar liðið tapaði 32-39 á heimavelli og óánægja aðdáenda beindist sérstaklega að framkvæmdastjóranum Bob Hanning og nýjum þjálfara liðsins Nicolej Krickau sem Gidsel þekkir vel frá tíma sínum hjá GOG.

Handkastið greindi frá því fyrir helgi að öll spjót beindust að Mathias Gidsel um að hann hafi haft sitt hvað að segja í þessu máli öllu saman.

„Það var mannlega erfitt að standa hér og spila þennan leik. Það er ekki hægt að leggja það til hliðar. Allir vita hvað Jaron Siewert og Stefan Kretzschmar þýða fyrir mig persónulega. Það slær okkur mikið þegar slík skilaboð berast. Það eru mannleg viðbrögð og erfitt að takast á við þau,“ sagði hann við Handball-World.

Á sama tíma vísaði Gidsel á bug sögusögnum um að leikmannahópurinn hefði ýtt á eftir uppsögninn.

„Að segja að þetta hafi verið okkar ákvörðun er rangt. Félagið tók þá ákvörðun vegna þess að það telur að hún sé best fyrir framtíðina."

Næsti leikur liðsins er fyrsti leikur tímabilsins í Meistaradeildinni þegar liðið mætir Nantes á fimmtudag og á sunnudaginn mætir liðið Guðjóni Val og félögum í Gummersbach í Bundesligunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top