Magnús Öder missir af næsta leik Fram
Sævar Jónasson)

Magnús Öder Einarsson (Sævar Jónasson)

Fyrirliði Fram á síðustu leiktíð, Magnús Öder Einarsson var ekki í leikmannahópi Fram í 1.umferðinni í sigri liðsins á FH í Kaplakrika.

Magnús stefnir á að vera klár í 3.umferðina þegar Fram heimsækir Selfoss heim austur fyrir fjall.

,,Ég þurfti að fara í smá sprautu á hné og hef verið frá núna í rúmlega viku. Ég missi af næsta leik en geri ráð fyrir að vera klár fyrir leikinn gegn Selfossi," sagði Magnús í samtali við Handkastið.

Þar með er ljóst að Magnús Öder verður ekki með Fram í 2.umferð deildarinnar þegar liðið fær nýliða Þórs í heimsókn í Úlfarsárdalinn á laugardaginn næstkomandi klukkan 17:00. Sá leikur verður í beinni í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top