HSÍ segir nýja merkið ekki vera formlegt merki HSÍ

Formlegt merki HSÍ. (

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ hefur gefið út tilkynningu sennilega eftir frétt Handkastsins í morgun þar sem Handkastið velti því fyrir sér hvort HSÍ hafi verið að brjóta eigin lög með því að breyta um merki HSÍ án þess að það hafi farið gert samkvæmt lögum HSÍ.

Samkvæmt lögum HSÍ er ekki hægt að breyta lögum HSÍ nema á ársþingi HSÍ og þar þurfa 2/3 viðstaddra fulltrúa á ársþingi HSÍ að samþykkja breytinguna til að fá breytinguna í gegn.

Í tilkynningunni frá HSÍ segir að í tilkynningu frá HSÍ 31.ágúst síðastliðinn hafi ásýndarvinna verið kynnt. ,,Þá var tekið skýrt fram að þessi ásýndarmerki yrði nýtt til að auglýsa handboltann ásamt upphaflegu merki HSÍ."

Ekki hefur Handkastið upptöku af fundinum en samkvæmt fréttum bæði frá Vísi og Handbolta.is þá greina þeir miðlar frá því á sínum tíma að HSÍ hafi kynnt nýtt merki sambandsins.

,,Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að taka upp nýtt merki fyrir sambandið," segir í frétt frá Vísi. ,,Það þekkja flestir gamla merki HSÍ sem hefur verið notað í marga áratugi. Ný stjórn Handknattleikssambands Íslands vildi gera breytingar og kynnti nýtt merki sambandsins á kynningarfundi Olís- og Grill 66-deildum karla á Hlíðarenda í gær. Það má sjá nýja merki á samfélagsmiðlum HSÍ." Hægt er að lesa frétt Vísis um málið hér.

,,HSÍ skiptir út merki sínu fyrir nýtt" var fyrirsögn Handbolta.is þann sama dag.

,,Ný stjórn Handknattleikssambands Íslands kynnti nýtt merki sambandsins á kynningarfundi Olís- og Grill 66-deildum karla í Valsheimilinu í gær. Merkið er hluti að nýrri ásýnd sambandsins sem formaðurinn, Jón Halldórsson, kynnti fyrir gestum fundarins," segir í frétt Handbolta.is.

Lesa má tilkynningu HSÍ í heild sinni hér að neðan:

Í ljósi umræðu um nýja ásýnd HSÍ.

Í vor hélt HSÍ handboltaþing þar sem kallað var eftir tillögum frá aðildarfélögum.

Þar kom skýrt fram að handboltinn þyrfti að vera sýnilegri og ásýndin sterkari.

HSÍ fór í ásýndarvinnu með það að markmiði að búa til heildarásýnd í sama formi fyrir Olísdeildina, Grilldeildina, Handboltapassinn, Handboltahöllina og HSÍ.

Markmiðið var að auka faglega umgjörð í kringum það sem að HSÍ stendur fyrir og búa til nokkkur ásýndarmerki sem auðveldara væri að nýta m.a. á samfélagsmiðlum.

Í tilkynningu frá HSÍ 31.ágúst þar sem að ásýndarvinnan var kynnt, þá var tekið skýrt fram þessi ásýndarmerki yrðu nýtt til að auglýsa handboltann ásamt upphaflegu merki HSÍ.

Sem þýðir að ekki er búið að breyta um formlegt merki HSÍ.

Því merki er ekki hægt að breyta nema með lagabreytingu s.b.r 1.gr. laga HSÍ um heiti og aðsetur sambandsins. Þess háttar breyting þarf að vera samþykkt á ársþingi HSÍ.

Ásýndarvinnan mun birtast jafnt og þétt á næstu mánuðum, allt með það að leiðarljósi að auka og efla ásýnd handboltans á Íslandi.

Formlegt merki HSÍ verður partur af þeirri vegferð og verður m.a. búningum landsliða okkar á komandi stórmótum í nóvember og janúar.

Við erum hjartað í boltanum.

Við erum hjartað í stúkunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top