Anton Rúnarsson (Baldur Þorgilsson)
Olís-deildir karla og kvenna hófust í síðustu viku og 2.umferðin hjá körlunum hefst annað kvöld og næsta umferð hjá stelpunum fer fram næstu helgi. Handkastið hitaði vel upp fyrir Olís-deildirnar og til að mynda sendum við sex staðlaðar spurningar alla þjálfara í Olís-deildunum karla og kvenna. Nú er komið að sjá hvað Anton Rúnarsson þjálfari kvennaliðs Vals hafði að segja. Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið? Undirbúningurinn hefur í heildina gengið vel og höfum við nýtt tímann vel frá því við byrjuðum að æfa. Við höfum að sama skapi verið að glíma við meiðsli innan liðsins eins og gengur og gerist í þessu en stelpurnar hafa lagt inn gríðarlega mikla vinnu sem ég er sannfærður um að muni skila sér á tímabilinu. Liðið fór í góða æfingaferð til Lissabon og æfði þar við topp aðstæður og náðum við að nýta tímann vel þar ásamt því að spila æfingaleik við gott lið Benfica. Við höfum verið að fá tilbaka leikmenn úr meiðslum og barneignum ásamt því að eiga marga efnilega leikmenn innan félagsins sem eru að fá smjörþefinn af þessu og munu eflaust láta til sín taka á tímabilinu. Í hópnum er góð blanda af reynslumiklum leikmönnum og yngri leikmönnum félagsins. Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur? Þetta er spennandi tímabil framundan þar sem við munum þurfa glíma við allskonar áskoranir. Alveg pottþétt. Það er eflaust sitt lítið af hvoru hvað það varðar. Tímabilið verður langt og strangt með öllu álaginu sem fylgir því að taka þátt í öllum keppnum og forkeppninni fyrir Evrópudeildina þegar það verkefni byrjar. Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins? Valur stefnir alltaf á að berjast um alla titla. Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju? Ég er bara ánægður með mitt lið og minn hóp. Liðið sem heldur stöðuleika jafnt og þétt yfir allt tímabilið verður deildarmeistari.
Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?
Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.