Stiven Tobar var sparaður fyrir stórleikinn
(Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Stiven Tobar Valencia Ísland ((Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia var ekki í leikmannahóp Benfica um síðustu helgi þegar liðið vann Belenenses með tólf marka mun á heimavelli 37-25, í 1. umferð portúgölsku úrvalsdeildarinnar.

Stiven er að hefja sitt þriðja tímabil með portúgalska liðinu en hann framlengdi samning sinn við félagið fyrr í sumar.

Í samtali við Handkastið sagði Stiven að hann hafi verið að glíma við smávægileg meiðsli og engir sénsar hefðu verið teknir í leiknum um helgina.

,,Við eigum mikilvægan leik gegn Sporting á laugardaginn og ég verð klár í þann leik," sagði Stiven í samtali við Handkastið.

Sporting eru þrefaldir meistarar frá síðustu leiktíð en með Sporting leikur samherji Stivens í íslenska landsliðinu, Orri Freyr Þorkelsson.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top