Berglind Benediktsdóttir (
FH og Fjölnir mættust í kvöld í Grill 66 deild kvenna í Kaplakrika. Fyrirfram var reiknað með jöfnum leik sem kom síðan á daginn. Vera Pálsdóttir leikmaður Fjölnis skoraði sigurmarkið 7 sekúndum fyrir leikslok og reyndist þetta vera hennar eina mark í leiknum. Heldur betur mikilvægt mark. Endaði leikurinn 21-22 fyrir Fjölni eftir að staðan hafði verið 11-12 í hálfleik fyrir Fjölni. Má segja að mörgu leyti að þetta hafi verið leikur markmannanna. Sonja Szöke varði 15 skot í marki FH og Signý Pála Pálsdóttir varði 19 skot hjá Fjölni. Fanney Þóra var markahæst með 6 mörk hjá FH og hjá Fjölni var Sólveig Ása Brynjarsdóttir frábær með 10 mörk. Fjölnis stelpur eru því komnar á blað en FH stelpur eru enn í leit að sigri.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.