Erlendar fréttir: Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni
(Baldur Þorgilsson)

Erlendar fréttir allt á einum stað ((Baldur Þorgilsson)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Föstudagur 12. september

22:05 Stjörnu prýdd lið HØJ sigraði íslendingana

Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson mættu HØJ í kvöld og þurftu að sætta sig við 33-26 tap.

Guðmundur Bragi skoraði 2 mörk og Ísak gerði 1 mark en Ringsted er með 2 stig eftir 3.umferðir.

Michael Damgaard skoraði 10 mörk fyrir HØJ í kvöld

22:05 Donni hafði hægt um sig í sigri

Kristján Örn Kristjánsson hafði hægt um sig í kvöld og skoraði 2 mörk þegar lið hans Skanderborg sigraði Fredericia 33-30.

Guðmundar Þórðar Guðmundssonar er þjálfari Fredericia sem hafa unnið 1 leik af þremur í upphafi tímabilsins.

Donni og félagar eru hins vegar með 4 stig eftir 3 umferðir.

22:00 Melsungen og Erlangen gerðu jafntefli

Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Erlangen í kvöld þegar þeir gerðu 32-32 jafntefli gegn Melsungen á útivelli.

Andri Már Rúnarsson tók einnig þátt í leiknum fyrir Erlangen og skoraði hann 4 mörk.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark fyrir Melsungen sem sitja í 13.sæti þýsku deildarinnar eftir 4 umferðir.

Erlangen eru sæti ofar, í 12.sæti, einnig með 3 stig eftir 4 umferðir.

22:00 Sveinn Jóhannsson og Chambery með sigur

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Chambery unnu góðan útisigur á Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld 29-33.

Dunkerque voru yfir 16-14 í hálfleik en Chambery rúlluðu yfir þá í síðari hálfleik.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 11.september:

21:30 Dika Mem frá vegna meiðsla

Barcelona tilkynnti í kvöld að Dika Mem verður frá næstu 3 vikurnar vegna tognunar í nára.

Það þýðir að hann verður sennilega fjarverandi þegar Barcelona taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða.

21:10: Elvar og félagar með fyrsta sigurinn

Elvar Ásgeirsson og félagar í Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir unnu frábæran sigur á Bjerringbro/Silkeborg, 34-30. Bjerringbro/Silkeborg hafði byrjað tímabilið mjög vel og unnið báða leikina en heimamenn voru of sterkir í kvöld. Elvar skoraði fjögur mörk úr sex skotum.

19:10: Janus Daði og félagar töpuðu í Meistaradeildinni

Janus Daði Smárason tókst ekki að skora en gaf 3 stoðsendingar í tapi Pick Szeged á heimavelli 33-34 í dag þegar þeir mættu Wisla Plock í 1.umferðinni í Meistaradeildinni.

Staðan var jöfn 16-16 í hálfleik en Wisla Plock náði 3 marka forskoti í síðari hálfleik og sigldi sigrinum nokkuð þægilega heim undir restina.

19:00: Fyrstu stig Leipzig í vetur

Blær Hinriksson og félagar í Leipzig náðu í fyrstu sig sín í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir gerðu 24-24 jafntefli við Göppingen á heimavelli þeirra.

Blær skoraði 4 mörk í leiknum en þurfti til þess 9 skot. Göppingen jafnaði metinn undir lok leiksins 24-24 og þar við sat.

Leipzig eins og áður sagði var að ná í sitt fyrsta stig og sitja í 17.sæti eftir 4 umferðir en Göppingen hafa 4 stig og eru í 9 sæti.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top