Eva Björk Davíðsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Eva Björk Davíðsdóttir, leikreyndasti leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild kvenna stefnir á að snúa til baka á völlinn á morgun þegar liðið mætir ÍR. Þetta staðfesti hún í samtali við Handkastið. Eva Björk fór í aðgerð vegna brjóskskemmda fyrr í sumar og stefndi á að ná fyrsta leik í deild. Hún var hinsvegar ekki með Stjörnunni í 1.umferðinni fyrir norðan þegar liðið tapaði gegn nýliðum KA/Þórs. Stjarnan mætir ÍR í 2.umferð Olís-deildar kvenna á morgun í Heklu-höllinni en leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur í Handboltapassanum. ÍR vann óvæntan sigur á Haukum í 1.umferðinni. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.