Guðrún (Facebook)
Handboltafélagið Guðrún leitar að hressum og duglegum leikmönnum til að styrkja liðið fyrir tímabilið. Allt frá reynsluboltum til byrjenda. Þetta skrifar Tómas Valgeir Kristjánsson á Facebook-hópinn "Íslendingar í Kaupmannahöfn". Handboltafélagið Guðrún er starfrækt í Kaupmannahöfn og hefur verið starfrækt í fleiri fleiri ár. Árið 2013 tryggði liðið sér sæti í efstu deild í Kaupmannahafnar deildinni. Handkastið er ekki kunnugt um það í hvaða deild liðið leikur í ár. Sérstaða liðsins er að það er eingöngu skipað íslenskum leikmönnum og því um að ræða eina raunverulega Íslendingaliðið í Danmörku. Þetta er þéttur og skemmtilegur hópur og hafa margir stigið sín fyrstu handboltaskref hjá Guðrúnu sem hafa leitt til enn meiri frama á handboltavöllum heimsins. ,,Hvort sem þú ert vanur leikmaður eða bara spenntur að prófa, þá erum við með pláss fyrir þig," skrifaði Tómas Valgeir og bætti við: ,,Við lofum góðri stemningu, smá hreyfingu og bjór."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.