Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Í kvöld mættust Víkingur og Fjölnir í Safamýri í Grill 66 deild karla. Fyrirfram bjuggust væntanlega flestir við sigri Víkings enda þeim spáð sigri í deildinni fyrir mót og Fjölnir máttu þola slæmt tap á móti Selfossi 2 í fyrstu umferð. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með en í seinnipart fyrri hálfleiks tóku Víkingar frumkvæðið og fóru með 16-15 forskot inn í hálfleik. Fjölnis menn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust yfir en Víkingar voru fljótir að snúa því við. Síðustu 10 mínúturnar var þetta stál í stál og úr varð í lokin að Ásgeir Snær Vignisson jafnaði metin með glæsilegu sirkus marki þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Lokatölur 32-32. Hjá Fjölni bauð Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, örfhenta skyttan í liði Fjölnis upp á skrautsýningu og skoraði 18 mörk. Bergur Bjartmarsson í marki Fjölnis varði 10 skot. Hjá Víking var Ásgeir Snær Vignisson atkvæðamestur með 11 mörk og markmennirnir Stefán Huldar og Daði Bergmann samtals með 9 bolta varða.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.