Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Í kvöld mættust HK og Afturelding í Kórnum í Grill 66 deild kvenna. Sigruðu HK stúlkur leikinn 25-21 eftir að staðan hafi verið 10-9 yfir í hálfleik. Sigurinn var nokkuð sanngjarn og stjórnuðu HK stelpur ferðinni lengst af. Er þetta annar sigurleikur þeirra í röð og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var markahæst HK stúlkna með 6 mörk og gaman að sjá endurkomu hennar í boltann eftir að hafa verið frá í nokkur ár vegna höfuðhögga og barnsburðar. Danijela Sara varði 13 skot í marki HK. Hjá Aftureldingu var Katrín Helga Davíðsdóttir markahæst annan leikinn í röð og Selfoss mærin Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 7 mörk af línunni. Ingibjörg Gróa varði 8 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.