545606600_1323025739614432_4521506289617742782_n (
Fyrsti heimaleikur karlaliðs KA fer fram í kvöld er Hauka menn koma í heimsókn. Hefst leikurinn klukkan 19:00 en klukkan 18:30 mætast ÍBV og Stjarnan einnig í 2.umferð Olís-deildarinnar. KA menn eru að bjóða upp á flotta umgjörð fyrir leik en norðlenski rapparinn vinsæli Saint Pete tekur lagið fyrir leik. Einnig verður hamborgara og drykkjasalan á sínum stað fyrir leik eins og segir í tilkynningu KA. Leikur KA og Hauka verður einnig sýndur í Handboltapassanum. Flott framtak hjá KA að fá rapparann fyrir leik og greinilegt að þeir ætla að byrja veturinn með stæl í umgjörðinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.