Annar útisigur ÍR-inga sem eru með fullt hús stiga
Sigurður Ástgeirsson)

Katrín Tinna Jensdóttir wÍR (Sigurður Ástgeirsson)

ÍR gerði góða ferð í Garðabæinn rétt í þessu og sigraði Stjörnuna 26-32 í Hekluhöllinni.

ÍR hafði frumkvæðið allan leikinn og leiddu með 11-14 í hálfleik. Sif Hallgrímsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir á kostum í liði ÍR-inga sem sitja á toppi deildinnar með fullt hús stiga.

Sif Hallgrímsdóttir varði 18 skot í marki ÍR eða 41% skota sem hún fékk á sig. Sara Dögg skoraði 12 mörk í dag.

Stjarnan sitja á botni deildinnar eftir 2.umferðir með 0 stig.

Markaskorun Stjörnunnar: Natasja Hammer 6 mörk, Vigdís Arna Hjartardóttir 6, Brynja Katrín Valgeirsdóttir 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.

Markvarsla Stjörnunnar: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 6 varin, Margrét Einarsdóttir 5 varin.

Markaskorun ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 12 mörk, Katrín Tinna Jensdóttir 6, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, María Leifsdóttir 1.

Markvarsla ÍR: Sif Hallgrímsdóttir 18 varin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top