Grótta Davíð Örn Hlöðversson ((Eyjólfur Garðarsson)
Í Mosfellsbæ í gærkvöldi mættust Hvíti Riddarinn og Fram 2. Í hálfleik var staðan 14-13 fyrir Riddurunum en lokatölur leiksins urðu síðan 27-28 fyrir Fram 2. Aron Valur Gunnlaugsson átti flottan leik fyrir Riddarana og setti 11 mörk. Sigurjón Atlason varði 16 skot í marki þeirra. Hjá Fram 2 skoraði Tindur Ingólfsson 8 mörk og Garpur Druzin Gylfason varði 11 skot. Í Kórnum mættast HK2 og Grótta. Í hálfleik var staðan 12-15 fyrir Gróttu og urðu lokatölur leiksins 26-33. Gunnar Hrafn Pálsson fór á kostum og setti 10 mörk fyrir Gróttu. Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot fyrir þá. Hjá HK2 var Bjarki Freyr Sindrason atkvæðamestur með 8 mörk og markmennirnir Egill Breki og Patrekur Jónas með samtals 10 bolta varða.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.